FJÖLMIÐLAEFNI - 2021

Echoes of the End

Staðreyndir

Framleiðandi
Myrkur Games
Staðsett í Reykjavík, Íslandi
Stofnað 2016

Útgefandi
Prime Matter

Útgáfudagur
Tilkynnt síðar

Vettvangar
PS5, XBOX X/S and PC

SAMANTEKT

Echoes of the End er sögudrifinn hasar-ævintýraleikur sem gerist í nýjum fantasíuheimi með vísindaskáldskaps ívafi. Leikurinn er framleiddur af Myrkur Games, og verður gefinn út af Prime Matter.

Í Echoes stíga leikmenn í fótspor Ryn, sem fæddist með þann einstaka eiginleika að geta eytt efni. Ryn var alin upp frá unga aldri til að þjóna konungsfjölskyldunni sem vopn, en þegar hún missir öll tengsl við fortíðina þarf hún að taka stjórn á eigin örlögum. Nú þarf Ryn að takast á við dularfullan andstæðing, mynda tengsl við óvænta bandamenn og grípa tækifærið til að feta sinn eigin veg.

TAGLINE: Echoes of the End blandar nýju formi rauntíma sögufrásagnar við einstakan ævintýraheim í nýjum hasar-ævintýraleik, gefinn út fyrir nýjustu kynslóð leikjavéla.

Echoes of the End

Echoes mun bjóða upp á kraftmikla upplifun, með spennandi bördugum, magnaðari grafík og grípandi sögu. Sagan fylgir ferðalagi söguhetjanna tveggja, Ryn og Abram (Aldís Amah Hamilton og Karl Ágúst Úlfsson), og er þróun þeirra ólíklegu vináttu þar meginatriði.

Spilarar munu takast á við fjölbreytt lið skrímsla og manna í æsispennandi bardögum þar sem einstakir hæfileikar Ryn gera hana að ógnvekjandi andstæðing. Utan bardaganna mun leikurinn einnig einblína á ákvarðanatöku spilara um framvindu sögunnar, sem og uppgötvanir og ráðgátur.

Echoes nýtir hátækni hreyfirakningar- og ljósmyndaskönnunartækni til að bjóða upp á sannarlega ótrúlega upplifun. Leikurinn verður gefinn út á Unreal Engine 5, og fullnýtir þær framfarir sem sú vél býður upp á, eins og Lumen og Nanite.

Myrkur Games

Myrkur Games er ungt tölvuleikjastúdíó sem stofnað var árið 2016. Myrkur Games teymið samanstendur af ástríðufullum tölvuleikjaframleiðendum með það sameiginlega markmið að skapa framúrskarandi sögudrifna ævintýraleiki til að deila með heiminum. Myrkur vinnur að eigin hugverkum, og blandar eigin lausnum við framfarir í tækni til að bjóða fram einstakar upplifanir.

Okkar markmið er að skapa okkur sess á alþjóðlegum markaði, og bjóða fram glænýjar hasar-ævintýra upplifanir í vaxandi leikjaseríu, þar sem hver leikur er djarft stökk áfram í stærð og metnaði.

Við viljum gera tölvuleiki sem taka spilara á eftirminnileg, tilfinningaþrungin ferðalög. Við förum engan milliveg þegar kemur að því að ná hæsta gæðastaðli í leikjum okkar, og stefnum alltaf að því að segja sögur sem munu skapa sér eilífðarsess í hjörtum leikjaunnenda víðsvegar um heim.

Prime Matter

Prime Matter er útgefandi hágæða tölvuleikja með höfuðstöðvar í München í Þýskalandi. Markmið Prime Matter er að gefa út úrval fjölbreyttra og grípandi leikja frá hæfileikaríkum teymum víðsvegar um heim.

Prime Matter vinnur með verkefnum af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem það eru leikir fyrir einn spilara eða marga styður Prime Matter við leiki bæði hvað varðar framleiðslu og útgáfu. Prime Matter vinnur bæði með metnaðarfullum teymum að stíga sín fyrstu skref sem þurfa stuðning án þess að gefa eftir eigin sýn, sem og teymum sem hafa þegar skapað sér sess á markaði og eru að leitast eftir því að stíga næsta skref í að verða alþjóðlegt vörumerki.

Prime Matter leiðir með sköpunargleði, frjálsri tjáningu og ástríðu, með leikjum sem grípa og töfra með heillandi sögufrásögn, og skapa sér sess í hjörtum spilara með ótrúlegum stundum og upplifunum sem eiga sér enga líka. Prime Matter er stoltur meðlimur Koch Media Group (https://primematter.gg/en-uk).

Prime Matter Myrkur Games

Myrkur Games – Yfirlýsing

Halldór S. Kristjánsson, CEO & Game Director hjá Myrkur Games:

“Við erum ótrúlega spennt að geta loksins tilkynnt samstarf okkar með Prime Matter / Koch Media við þróun og útgáfu á ævinitýra-hasar leiknum okkar, Echoes of the End. Prime Matter deilir bæði metnað okkar og ástríðu til að smíða framúrskarandi leikjaupplifanir, og teymi þeirra hefur verið frábært að vinna með frá fyrsta degi. Prime Matter veitir okkur svigrúm til að gera það sem við gerum best, og við gætum ekki verið meira spennt að sýna ykkur meira af því sem við höfum verið að vinna að.”

Gallery

Logos